Ekta fótboltaveður

30.06.2023

Eftir smá úða í morgun er orðið þurrt og frábært fótboltaveður enda peyjarnir að sýna flotta takta.

Úrslit koma inn jafnt og þétt og þið hjálpið okkur að fylgjast með hvort allt sé ekki rétt skráð.

Ef þið sjáið ranga skráningu endilega sendið á sigfus@ibv.is eða hringið í 481-2060(2) minnum á að aldrei er skráður meiri munur en 3 mörk.

Einnig eiga um 10 félög enn eftir að skila tilnefningu fyrir landsleikinn, minnum á að skráning er til 13:00.