Tjaldsvæði Vestmannaeyja

Staðsett í Herjólfsdal og við Þórsheimili

 

Verðskrá 2024

2.300 kr. nóttin á einstakling, gistináttaskattur innifalinn

Frítt fyrir 13 ára og yngri

1.300 kr. rafmagn á sólarhring

1.000 kr. þvottavél

1.000 kr. þurrkari

 

Opnunartími

1. maí - 30. september tjaldsvæði í Herjólfsdal

1. júní - 31. ágúst tjaldsvæði við Þórsheimili

EKKI ER TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM

 

Herjólfsdalur

Þjónusta innifalin:

Heitt og kalt vatn

Salerni

Sturtuaðstaða

Þvottaaðstaða, úti og inni

Eldunaraðstaða með borðkrók

Hjólastólaaðgengi

Losun skolptanka

 

Önnur þjónusta, gegn gjaldi:

Rafmagn

Þvottavél og þurrkari

 

Þórsheimili

Þjónusta innifalin:

Heitt og kalt vatn

Salerni

Sturtuaðstaða

Þvottaaðstaða, úti og inni

Eldunaraðstaða með borðkrók

Losun skolptanka

 

Önnur þjónusta, gegn gjaldi:

Rafmagn

Þvottavél og þurrkari

Farangursgeymsla

 

Umhverfi

Leiksvæði

Einstakar gönguleiðir

Sundlaug með frábæru útisvæði

Golfvöllur, einn sá fallegasti á Íslandi

Fjölbreytt úrval af veitingastöðum og verslunum í göngufæri

 

Í Herjólfsdal er þjónustuskáli með salernum, sturtum og eldunaraðstöðu með borðkrók og þvottaaðstöðu. Einnig er þvotta- og salernisaðstaða fyrir neðan Fjósaklett og þvottaaðstaða úti. Gegn auka gjaldi er aðgengi að rafmagni, þvottavél og þurrkara. Þá eru einnig leiksvæði fyrir börn á svæðinu.

 

Í Þórsheimili eru salerni, sturtur, eldunaraðstaða ásamt borðkrók og þvottaaðstaða sem gestir hafa aðgengi að. Einnig er þvottaaðstaða úti. Á stórum helgum bætast við ferðasalerni á neðra svæði. Gegn auka gjaldi er aðgengi að rafmagni, þvottavél, þurrkara ásamt geymslu á farangri.

 

Rétt er að geta þess að takmarkað magn er af rafmagni og plássi á stóru viðburðum sumarsins. Því hvetjum við gesti til að mæta tímanlega. Óheimilt er að nýta rafmagn til að hlaða bíla.

Hundar eru velkomnir, en lausaganga bönnuð.

 

Reglur tjaldsvæðisins

  • Tjaldsvæðið er fjölskyldusvæði og yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd forráðamanns.
  • Við komu á að greiða dvalargjöld, tjaldvörður er við milli 9:00-14:00 og tengt Herjólfsferðum eftir það.
  • Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu er takmörkuð, einungis er í boði að aka inn á svæðið til að koma búnaði fyrir og við brottför. Þar fyrir utan á að leggja bílum á bílastæðum. Bílastæði eru við Þórsheimili og inní botni Herjólfsdals.
  • Virða ber næturkyrrð á milli kl. 24:00-8:00.
  • Vinsamlegast fylgið leiðbeiningum um flokkun sorps. Flokkunartunnur eru staðsettar við þjónustuhús.
  • Gangið vel um svæðið og sýnum hvert öðru tillitssemi.

 

Við óskum þér/ykkur ánægjulegrar dvalar

Með virðingu og vinsemd

Alli, Kata, Evelyn og Helgi

Sími: 860-9073

Netfang: camping@ve73.is

Facebook