Slys/veikindi
Alvarlegt slys:
Hringdu í 112
Veikindi/minni slys:
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, s: 432-2500, er opin 8:00-16:00 á þeim tíma er hægt að fara þangað og hitta hjúkrunarfræðing sem vísar til vakthafndi læknis ef hún telur ástæðu til.
Ef hafa þarf samband við lækni utan opnunartíma hringið í s: 1700, þá fáið þið samband við hjúkrunarfræðing sem hefur samband við lækni ef hún telur ástæðu til og finnur út tíma hvenær þið eigið að hitta lækninn á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja er á Sólhlíð 10 (númer 11 á kortinu hér fyrir neðan), beðið er eftir vakthafandi lækni á 1. hæð, gengið inn um aðalinngang. Ef hann er læstur þarf að fara inn í gegnum kjallarahurð og taka lyftu upp á 1. hæð eða ganga upp stiga. Ef allt er læst, hringið bjöllu við kjallarahurð.
Ef alvarleg slys ber að höndum tilkynnið til mótsstjóra s:869-4295