Þróttur Reykjavík Orkumótsmeistari 2024

29.06.2024

Það voru Þróttur frá Reykjavík og HK sem léku til úrslita um Orkumótsbikarinn 2024. Leikurinn fór vel af stað mark strax á fyrstu mínútu. Bæði lið sýndu flestar sínar bestu hliðar og staðan í hálfleik 2-2 allt í járnum. En það voru Þróttarar sem tryggðu sér sigurinn með einu marki í síðari hálfleik og spiluðu eftir það af skynsemi og þrátt fyrir tilraunir HK tókst þeim ekki að jafna. Fyrir Þrótt komu mörkin frá Garðari Frey Gunnlaugssyni 2 og Andri Birgisson var með 1. Fyrir HK skoruðu þeir Kristófer Aron Kristjánsson 1 og Marinó Þorsteinn Kristjánsson 1. Liðin halda nú heim á leið og vonandi með góðar minningar í farteskinu. Upptaka frá úrslitaleiknum kemur inn síðar sem og upplýsingar um önnur afrek. Takk fyrir okkur.