Mótsgjöld 2023

 

Orkumótið fer fram 29. - 1. júlí 2023 (28. júní er komudagur) 
Mótið er aðeins fyrir drengi á eldra ári í 6. flokk - spilaður er 7 manna bolti

 

Í ár ætlum við að prófa að breyta skráningar/greiðslu ferlinu. Nú þarf ekki að skrá lið og greiða liðagjald, heldur verðum við með forskráningu og eftir hana greiða félögin staðfestingargjald fyrir hvern þátttakenda. Útfrá þeim tölum úthlutum við liðum til félaganna, við úthlutun gerum við ráð fyrir amk. 2 varamönnum á hvert lið.

 

Mótsgjald:

  • Mótsgjald pr. þátttakanda er kr. 29.000 og skiptist í tvær greiðslur, staðfestingargjald og lokagreiðslu.
  • Eindagi á staðfestingargjaldi 9.000 kr. pr. þátttakenda er 10. febrúar
  • Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.
  • Eindagi á lokagreiðslu 20.000 kr. pr. þátttakenda er 21. apríl, eftir það hækkar lokagreiðslan í 22.000 kr.
  • Ef ekki hefur verið gengið frá lokagreiðslu 10 dögum eftir eindaga, fellur skráningin niður.
  • Þátttakendur eru allir leikmenn og þeir fararstjórar/þjálfarar/liðsstjórar sem gista og/eða eru í mat á vegum Orkumótsins. Gerð er krafa um 1 fullorðinn á hvert lið, hámark 2 fullorðnir á hvert lið.
  • Innifalið í mótsgjaldi:
    • Gisting í þrjár nætur í svefnpokaplássi í skólastofu eða sambærilegu
    • 3 x morgunmatur
    • 3 x hádegismatur
    • 3 x kvöldmatur
    • 3 x sund
    • Setningarathöfn
    • Grillveisla
    • Landsleikur
    • Kvöldvaka
    • Lokahóf
    • Sea Life Trust
    • Auk þess fá allir leikmenn gjafir frá styrktaraðilum mótsins

     

Bankareikningur í Íslandsbanka Vestmannaeyjum nr. 3234

Það er banki / höfuðbók / númer: 0582-26-3234

Kennitala: 680197-2029

 

Vinsamlegast sendið kvittun á:

sigfus@ibv.is setjið einnig í skýringu fjölda td. 40-10 (fyrst keppendur, svo fullorðnir)

 

 

Herjólfsferð er ekki innifalin í mótsgjaldi en við tökum frá pláss í ákveðnum ferðum Herjólfs komu og brottfarardaga fyrir keppendur, þjálfara og fararstjóra.