Landsleikir kvöldsins - tilnefningar

25.06.2021

Allir þjálfarar hafa fengið sent skjal þar sem á að fylla út upplýsingar um þann sem félagið vill senda í landsleiki mótsins. Landsleikirnir verða tveir og eru leiknir kl. 18:30 og 19:30 á Hásteinsvelli, hópa- og hólfaskipting liggur fyrir og er að finna hér neðar á síðunni.

Þjálfarar verða að senda inn upplýsingar um sinn leikmann fyrir kl. 15:00 í dag, föstudag.

Hafi þjálfarar ekki fengið skjalið má senda inn tilnefningar með því að mæta í Týsheimilið eða senda póst á mot@ibv.is með upplýsingum um nafn félags, fullt nafn leikmanns og leikstöðu leikmanns.

Einn fulltrúi frá hverju félagi/leikmanni mætir í Týsheimilið (skrifstofu) á milli 16:00 og 17:30 í dag, föstudag, til að sækja keppnisbúning fyrir sinn keppanda. 

Leikirnir fara fram í tveimur hollum, fyrri leikurinn fer fram kl. 18:30 á föstudag, mæting fyrir leikmenn og þjálfara er 18:00. Seinni leikurinn fer fram kl. 19:30 og er mæting fyrir þjálfara og leikmenn kl. 19:00. Leikmenn eiga að mæta klæddir og klárir í leik. Mæting er niðri í Týsheimilinu þar sem Sporthero er með aðstöðu.