KA Orkumótsmeistari 2020

27.06.2020

KA menn sigruðu lið HK í ótrúlega spennandi og dramatískum leik á Hásteinsvelli í dag. HK menn sóttu  lengstum meira en tókst ekki að skora frekar en KA mönnum í venjulegum leiktíma. Framlengja varð því leikinn um 2 x 5 mínútur og þegar um 10 sekúndur lifðu af síðari hálfleik framlengingarinnar slapp Ágúst Már Þorvaldsson einn í gegn fyrir KA og tryggðI KA 1-0 sigur. Tíminn var það naumur að HK menn gátu ekki einu sinni tekið miðju.. Við óskum KA mönnum til hamingju með sigurinn og HK með árangurinn en þeir léku líkt og KA geysivel á mótinu. Önnur úrslit og sigurvegara má sjá undir Leikir og úrslit.