Svakalegur landsleikur

28.06.2019

Í kvöld fór fram landsleikur Orkumótsins í brakandi sól og blíðu á Hásteinsvelli. Alls voru 40 strákar sem tóku þátt og vegna fjöldans er skipt í 4 lið og tveir leikir leiknir samtímis og telja úrslit saman. Skemmst er frá því að segja að peyjarnir buðu uppá stórskemmtun og alls litu dagsins ljós 15 mörk. Pressuliðið gerði 10 og Landsliðið 5. Markaskorarar kvöldsins voru fyrir Landsliðið: Ari Snær Guðmundsson Einherja/UMFL 2, Reynir Skorri Jónsson Skallagrími 2 og Trausti Þór Þorgilsson Hvöt 1. Fyrir Pressuna skoruðu: Alexander Máni Guðjónsson Stjörnunni 3, Þór Andersen Willumsson Breiðabliki 2, Gauti Rútsson FH 2, Hlynur Logi Bjarkason Fjölni 1, Kristján Helgi Garðarsson ÍR 1 auk þess sem eitt var sjálfsmark.