Jafningjaleikir Orkumótsins 2025 eftir matarhlé

28.06.2025

Eftir riðlakeppni morgunsins er farið í jafningjaleiki, raðað er í þá eftir að öll úrslit eru staðfest úr riðlakeppni morgunsins.

Gott er að hafa í huga að þau lið sem lenda í 4. sæti síns riðils þurfa að keppa fyrsta leik eftir hádegi (það geta verið örfáar undantekningar frá þessu í efstu riðlum. ).

3. sætið leikur svo á eftir 4. sætunum og koll af kolli fram að úrslitaleikunum á Þórsvelli (2) kl. 17:00 

Fyrstu jafningjaleikir hefjast eftir matarhlé klukkan 15:00.