Landsleikirnir í kvöld

27.06.2025

Landsleikirnir í kvöld fara fram á Þórsvellinum kl.19:00. Þeir (eða fulltrúar þeirra) sem hafa fengið sæti í landsleiknum mæta í Týsheimilið milli 15 og 16 og sækja þar búninga.

Leikmenn mæta síðan klárir í slaginn í Herjólfshöllina 18:15 þar sem þeir hitta fyrir þá hjá Sporthero sem mynda þá sem og þjálfara landsliðanna.

Leikirnir eru tveir og fara fram samhliða og telja mörk pressuliðanna saman sem og hjá landsliðunum.