Orkumótið 2025 komið á fullt skrið

26.06.2025

Peyjarnir hófu leika stundvíslega í morgun kl. 08:20 vel viðrar til knattspynuiðkunar í Eyjum.

 

Hæg gola rétt til að félagsfánarnir blakti, vellir létt rakir og sól skín annað slagið.

Þið getið fylgst með gangi mála undir leikir og úrslit þar sem staða leikja er lifandi.

Ef þið verðið vör við ranga skráningu úrslita látið okkur þá endilega vita á sigfus@ibv.is eða í síma 481-2060 athugið þó að aldrei er skráður meiri munur í leik en 3 mörk.