Sund - bókanir

25.06.2025

Frítt er í sund gegn framvísun þátttökuarmbands þrisvar sinnum yfir mótið.

  • Það þarf að bóka í sund fyrir hvert lið inn á noona.is - finna sundlaug Vestmannaeyja þar
  • Bóka þarf fyrir sundferðir á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag
  • Aðeins er hægt að bóka fyrir eitt lið í einu
  • Hvert lið fær úthlutað 40 mín plássi í sund
  • Hvert lið er kallað uppúr þegar tíminn er liðinn
  • Skv. reglum sundlaugarinnar þá þarf 1 fullorðinn að fylgja liðinu ofan í laug og annar að vera á bakka að fylgjast með
  • Bókun fyrir hvern dag opnar kl. 22:00 kvöldinu áður (t.d. bókun fyrir fimmtudaginn opnar miðvikudagskvöld kl. 22:00)
  • Starfsfólk hvetur liðin til að setja fötin sín á snaga hlið við hlið, þá er auðveldara að koma í veg fyrir að eitthvað gleymist
  • Starfsfólk sundlaugarinnar gerir allt sem það getur til að koma öllum í sund en það er mikilvægt að virða tímamörk og mæta á réttum tíma

 

Opnunartímar í sundlaug:

Virkir dagar kl. 6:30 - 21:00

Helgar kl. 9:00 - 18:00