Úrslitaleikur Orkumótsins 2024 á YouTube

29.06.2024

Úrslitaleikinn um Orkumótsbikarinn má sjá á YouTube með því að smella hér.

Leiknum lauk með 3:2 sigri Þróttara frá Reykjavík en þeir léku í bláum vestum í fyrri hálfleik en HK lék í bláum vestum í síðari hálfleik.

Bæði lið gerðu tvö mörk í fyrri hálfleik en það voru Þróttarar sem tóku forystuna í bæði skiptin, fyrst var það Garðar Freyr Gunnlaugsson sem skoraði en Kristófer Aron Kristjánsson jafnaði metin, síðan skoraði Andri Birgisson áður en Marinó Þorsteinn Kristjánsson jafnaði eftir góðan samleik við liðsfélaga sína. 

Garðar Freyr Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik og sitt annað mark í leiknum þegar hann skallaði knöttinn í netið óvaldaður á fjærstönginni.