Gisting 2024

21.06.2024

Hér er hægt að sjá gistiplanið.

Barnaskóli, Hamarsskóli og Framhaldsskóli eru hnetulausir v/bráðaofnæmis.

Skólarnir opna þegar fyrstu lið koma til Eyja á miðvikudag kl. 11:30, hægt er að vera í gistingu fram að brottför Herjólfs á laugardag.

Kæligámar verða fyrir utan Barnaskóla og Hamarsskóla. Hægt verður að gefa nesti t.d. grilla samlokur í sameiginlegum rýmum.

Minnum á að til að geta tekið á móti öllum félögum sem vilja komast á mótið, þá er þröngt í gistingu og nauðsynlegt að allir komi með einbreiðar dýnur.

Að móti loknu á að tæma stofurnar og flokka hreinan pappa og lífrænt rusl frá öðru.