Stjarnan Orkumótsmeistari 2023

01.07.2023

Það var Stjarnan sem sigraði Orkumótið í ár. Þeir mættu KR-ingum í jöfnum og mjög spennandi leik þar sem að Stjörnumenn komust yfir í blábyrjun, KR-ingar létu það þó ekki slá sig út af laginu, heldur unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og jöfnuðu með þrumuskoti Ólafs Hrafns Johnson utan af velli. Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og því var framlengt um 2 sinnum 5 mínútur, það var svona farið að stefna í vítaspyrnukeppni en Stjörnumenn ætluðu sér ekki þangað og kláruðu leikinn með 2 mörkum á lokakafla seinni hluta framlengingar. Mörk Stjörnunnar í leiknum gerðu þeir Róbert Páll Veigarsson, Baldur Ari Baldursson og Jason Valur Guðjónsson. Aðra sigurvegara og verðlaunahafa má finna undir leikir og úrslit sem og uppgjör. Við þökkum gestum okkar fyrir gott mót og óskum þeim góðrar heimferðar.