Landsleikurinn mikill markaleikur

30.06.2023

Það er óhætt að segja að þeir hafi látið ljós sitt skína inni á vellinum þeir sem tóku þátt í landsleikjunum. Landsliðið byrjaði betur og komst í 2-0, en Pressan gerði sér lítið fyrir og komst síðar yfir 4-3 en þá var eins og allt Landsliðið hefði fengið lýssiskammt því þeir settu í fluggír og gerðu 5 síðustu mörkin úrslitin því 8-4 Landsliðinu í vil.

Markaskorun dreifðist mjög, fyrir Landsliðið skoruðu: Hafsteinn Þór Ágústsson FH, Sigfús Garðarsson ÍR, Nökkvi Dan Sindrason ÍBV, Samúel Natan Guðlaugsson Keflavík, Björn Brimir Jóhannssson Þór Ak., Stefán Hugi Magnússon Val, Brynjar Snær Árnason Hetti og Ernir Máni Hafliðason Fjarðabyggð. Fyrir Pressuna skoruðu: Baldur Ari Baldursson 2 Stjörnunni, Viktor Berg Stefánsson Grindavík og Hilmir Örn Hjörvarsson Breiðabliki.