Fótbolti úti í Eyjum

23.05.2023

Jón Jónsson hefur samið lag fyrir fótboltamótin okkar og er það komið inn á Spotify, hægt að hlusta hér.

Við hvetjum alla keppendur til að læra textann áður en þeir koma til að geta sungið með þegar Jón mætir á kvöldvökuna til að frumflytja lagið.

Textinn er hér fyrir neðan, einnig hægt að prenta út hér.

 

FÓTBOLTI ÚTI Í EYJUM

Nú er tími

Ævintýra

Grænir vellir

Okkar bíða

Hér eignast munum haug af minningum

 

Tvöföld skæri

Og svo spretta

Í góðu færi

Verð að negla

Við skiljum allt eftir á vellinum

 

Oooooo

Gaman útí Eyjum

Oooooo

Sameiginlegt eigum

Að trúa draumana á

Hér í Eyjum upplifum þá

Ooooooo

Í fótbolta' útí Eyjum

 

Pabbi og mamma

Afi og amma

Dómarann má

ekki skamma

Ef eitthvað klikkar gengur betur næst

 

Viljum njóta

Viljum þora

Þarft að skjóta

Til að skora

Við vitum öll að draumar geta ræst