Það verða FH og Stjarnan sem leika til úrslita um Orkumótsbikarinn á Hásteinsvelli kl: 16:30 í dag. Til stendur að senda beint út á ÍBV-TV á youtube.com.
Kl. 16:00 í dag verður einnig leikið til úrslita um 13 aðra bikara.
Orkumótið í Vestmannaeyjum
25. - 27. júní 2026
Orkumótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1984. Á mótinu keppir 6. flokkur karla, eldra ár, í knattspyrnu og hafa margir af bestu knattspyrnumönnum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum.