Jón Jónsson á kvöldvökunni

18.05.2022

Nú er dagskráin fyrir mótið klár, hægt að sjá hana hér.

Leikjafyrirkomulagið verður þannig að liðin keppa annað hvort fyrir eða eftir hádegi, þannig að hægt er að nýta hálfan daginn í aðra afþreyingu t.d. bátsferð eða eitthvað af því sem er hér. Fyrir utan alla fótboltaleikina þá verður setning og hæfileikakeppni á fimmtudagskvöldið og landsleikur og kvöldvaka með BRÍET á föstudagskvöldið, svo endum við á lokahófi á laugardag.

Við erum að vinna í að setja upp fyrsta leikdag, bátsferðarplan, gistiplan, tímasetningar í mat og svo munum við setja inn sundskjal þar sem liðin geta skráð sig í sund. 

Hérna er svo hægt að sjá þá þjónustu sem er í Eyjum.