Stjarnan Orkumóts meistarar 2021 í Eyjum

26.06.2021

Það var lið Stjörnunna sem sigraði úrslitaleikinn um Orkumóts bikarinn árið 2021. Þeir léku við Þór frá Akureyri og var leikurinn hnífjafn. Það var Steinar Karl Jóhannesson sem kom Stjörnunni yfir í seinni hálfleik, Þórsarar jöfnuðu um hæl og var það Vilhjálmur Jökull Arnarsson sem skoraði mark Þórs og þar við sat, þar sem að reglan á mótinu er sú að það lið sem skorar fljótara mark í öðrum hvorum hálfleiknum að þá var það Stjarnan sem stóð uppi sem Orkumóts meistari. Við óskum báðum liðum innilega til hamingju með glæsilegan árangur.