Orkumótinu í Eyjum 2021 lokið

26.06.2021

Þá er Orkumótinu í Eyjum 2021 lokið, við viljum þakka öllum gestum okkar kærlega fyrir komuna, og vonum að í farteskinu til baka frá Eyjum verði margar góðar minningar sem ylja um ókomin ár. Veðrið lék við mótsgesti nánast allan tímann og sólin skein sínu skærasta lokadaginn. Hægt er að fara undir uppgjör á síðunni og sjá þar sigurvegara og tilnefningar mótsins sem og nokkur ár aftur í tímann.