Landsleikir gærkvöldsins - flott tilþrif

26.06.2021

Landsleikir gærkvöldsins fóru fram ýmist í góðu veðri eða grenjandi rigningu. Mörg flott tilþrif sáust í leikjunum og voru strákarnir vel studdir áfram af samherjum sínum.

Fyrri leiknum lauk með 0:3 sigri pressuliðsins en seinni leikurinn fór 3:3. Samanlagt vann því pressuliðið 3:6.

Í fyrri leiknum skoruðu þessir mörk liðanna: Jón Diego Castillo, Haukum, skoraði fjögur mörk, aðrir sem náðu að skora voru Andrés Rafn Bjarkason, Keflavík, Fannar Heimisson frá Þór og Tjörvi Franklín Bjarkason frá Val. 

Í seinni leiknum skoruðu þessir mörk liðanna: Ingi Hólmar Guðmundsson frá Hvöt, Hrafn Sævarsson frá FH, Jón Ingi Davíðsson frá Njarðvík, Hinrik Helgi Gunnarsson frá ÍBV, Guðmundur Þórðarson frá HK og Stefán Hrafn Högnason frá Víkingi R.