Jafningjaleikir eftir hlé UPPFÆRT!

26.06.2021

Varðandi leikina eftir hlé að þá er þumalputtareglan sú að þau lið sem enduðu í 4. sæti síns riðils í dag laugardag, hefja leik kl. 15:30, þau lið sem enduðu í 3. sæti síns riðils leika klukkan 16:00, liðin sem enduðu í 2. sæti eiga leik kl. 16:30.

Liðin sem enduðu í 1. sæti síns riðils leika til úrslita um bikar kl. 17:15.

Undantekningarnar eru þær að liðin Þór Ak. 1 og Stjarnan 1 sem unnu sína riðla spila kl. 18:00 á Hásteinsvelli 2, leikir um sæti þess bikars hefjast kl. 16:00 og verður þá leikið um 7. sætið, næst um 5. sætið kl. 16:30 og um 3. sætið kl. 17:15.

Öllum reglum fylgja undantekningar, riðlar c 25, 26 og 27 féllu ekki alveg undir reglur hér að ofan heldur verða einhverjir leikir hjá þessum félögum 30 mínútum seinna. En alla leiki má sjá nú undir leikir og úrslit.