Hornspyrnur á Orkumótinu

24.06.2021

Nú er Orkumótið 2021 farið af stað og allir hafa eflaust mikið að hugsa um og pæla í. 

Eitt sem við ætlum að hafa alveg á hreinu eru þó hornspyrnurnar á mótinu sem skulu vera teknar þar sem endalína og vítateigslína skerast. Það sést vel á þessari skýringamynd hér í fréttinni en við dæmum eftir reglum KSÍ um knattspyrnumót í 7-manna bolta.

Þetta er beint úr reglum KSÍ.

„12. gr. Hornspyrna

12.1. Í 6. flokki og yngri aldursflokkum er hornspyrna tekin þar sem vítateigur og marklína skerast.“