Gróðursetning
24.06.2021Skeljungur, sem hefur verið aðalstyrktaraðili mótsins í rúm 30 ár, hefur gefið grenitré fyrir hvert félag á mótinu til að gróðursetja í Vestmannaeyjum. Við ætlum að gróðursetja á tveim stöðum og höfum við skipt félögunum niður í tímasetningar sem tengjast leikjum liða innan félagsins. Það þurfa ekki allir að mæta frá félaginu, en mikilvægt er að félögin sendi fulltrúa til að gróðursetja fyrir sitt félag. Tímasetningarnar eru ekki heilagar, en miðað er við að liðin geti farið beint eftir leik eða fyrir leik að gróðursetja.
Það verður starfsmaður frá Vestmannaeyjabæ til að leiðbeina, búið er að moka holu og ætti þetta því ekki að taka langan tíma.
Planið er hægt að sjá nánar hér.
Ef það vakna einhverjar spurningar þá getið þið sent á siggainga@ibv.is