Skráning hafin á orkumótið 2021

01.12.2020

Orkumótið í Eyjum verður 24. - 26. júní 2021 (23. júní komudagur)

Mótið er fyrir drengi á eldra ári í 6. flokki - spilaður er 7 manna bolti

 

Að öllu óbreyttu verður Orkumótið 2021 með sambærilegu sniði og mótið 2020 m.t.t. covid, gera má ráð fyrir því að takmarka þurfi aðgengi fullorðinna í gistingu, mat og skemmtikvöld. Farið verður eftir því í einu og öllu hvaða reglur verða í gildi á þeim tíma sem mótið fer fram.

Opið verður fyrir umsóknir til og með 8. janúar 2021, vinsamlegast fyllið út þetta skjal til að sækja um.

Allar upplýsingar um mótsgjöld eru hér.

Sala á ferðum Herjólfs í kringum mótið hefst í lok febrúar.

Allar fyrirspurnir sendist á siggainga@ibv.is