Orkumótinu 2020 lokið

27.06.2020

Þá er Orkumótinu í Eyjum 2020 lokið, við viljum þakka öllum þeim frábæru gestum frá 34 félögum sem mönnuðu 104 lið í ár kærlega fyrir ánægjuleg samskipti. Óskum við öllum góðrar heimferðar með von um að þeir taki með sér skemmtilegar minningar frá Eyjum. Á lokahófinu hlutu Víkingar frá Reykjavík háttvísiverðlaun mótsins og ÍA var valið prúðasta liðið. KA varð Orkumótsmeistari. Aðra sigurvegara sem og önnur úrslit má finna undir Leikir og úrslit.

Lið mótsins var einnig valið og urðu eftirfarandi fyrir valinu:

Jónas Karl Ragnarsson KR
Ólafur Ingi Magnússon Stjörnunni
Tryggvi Friðriksson Fjölni
Alexander Rafn Pálmason Gróttu
Bjarki Örn Brynjarsson HK
Ívar Már Jónsson KA
Gunnar Vilhjálmur Guðjónsson Breiðabliki
Stefán Smári Helgason HK
Gestur Alexander Óskar Hafþórsson Víkingi Reykjavík
Sigurður Nói Jóhannsson KA
Jökull Sindrason ÍA
Aron Gunnar Matus FH