HK og KA leika til úrslita um Orkumótsbikarinn 2020

27.06.2020

Í dag kl. 16:00 leika til úrslita um Orkumótsbikarinn 2020 lið HK og KA. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli.

Varðandi leikina eftir hádegishlé í dag að þá setjum við þá inn um leið og þeir eru klárir. Þumalputtareglan er sú að þau lið sem enda í 4. sæti síns riðils á laugardagsmorgni spila straks kl. 14:00, þau lið sem enda 3ju í sínum riðli spila síðan kl. 14:30, þau sem enda í öðru sæti spila síðan kl. 15:00. Liðin sem sigra sína riðla spila síðan um bikar kl. 15:30 nema Orkumótsbikarinn er spilaður hálftíma seinna. En athugið þetta er ekki alveg algilt en gengur yfir nánast alla leikina.