Gisting félaga
16.06.2020Hérna er hægt að sjá gistiplanið:
- Aðeins þeir sem eru með armband geta farið inn í gistingu – bið ykkur um að virða þetta, en þetta er gert vegna sóttvarna, verðum að takmarka fjölda fullorðinna sem ganga um í gistingu
- Ekkert sameiginlegt rými er í skólunum til að gefa nesti
- Ekki er hægt að vera með samlokugrill/brauðrist/vöfflujárn í skólunum, rafmagnið slær út og brunakerfi fer í gang
- Ekkert kælipláss er í skólunum, það er kæligámur við Týsheimilið sem allir geta notað
- Sniðugt í nesti: Vefjur, flatkökur, skinkuhorn, ostaslaufur, pizzusnúðar, bananabrauð, kleinur, jógúrt, skyrdrykkir, ávextir, boozt ofl.
- Skólarnir eru hnetulausir v/bráðaofnæmis
Armbönd fyrir fararstjóra verða í mismunandi litum fyrir hvern dag, þannig að fararstjórar geta skipt dögunum á sig.
- Dagur 1 – kvöldmatur mið, morgun- og hádegismatur fim, gisting aðfaranótt fimmtudag
- Dagur 2 – kvöldmatur fim, morgun og hádegismatur fös, gisting aðfaranótt föstudag
- Dagur 3 – kvöldmatur fös, morgun og hádegismatur lau, gisting aðfaranótt laugardag, kvöldvaka íþróttahús
Munið eftir:
- Ef þið viljið rútu til og frá bryggju við komu/brottför þá þurfið þið að senda póst á siggainga@ibv.is í síðasta lagi 18. Júní
- Mataróþol/ofnæmi þar að senda á siggainga@ibv.is í síðasta lagi 19. júní
Leikjaplan fyrir fyrsta daginn og tímasetningar fyrir skemmtisiglingar koma inn á heimasíðuna okkar á fimmtudaginn.
Ef það eru einhverjar spurningar þá megið þið endilega senda póst á siggainga@ibv.is