Þátttökugjald liða 2020

16.01.2020

Nú er búið að senda út póst á forráðamenn félaganna með fjölda liða hvers félags.

Þátttökugjald 21.000 kr. fyrir hvert lið þarf að greiða í síðasta lagi 24. janúar. eftir það hækkar gjaldið í 23.000 kr. Ef ekki hefur verið greitt þátttökugjald fyrir lið 10 dögum eftir síðasta greiðsludag, fellur skráning liðsins niður.

Þátttökugjald greiðist inn á reikn. 582-26-3234 kt. 680197-2029, senda kvittun á sigfus@ibv.is

 

Mótsgjald fyrir hvern keppanda þarf svo að greiða 18. apríl.

 

Þegar félögin hafa gengið frá greiðslu á þátttökugjaldi getum við byrjað að raða niður í Herjólfsferðir.

Herjólfsferðir fyrir þátttakendur á mótinu fara í sölu um miðjan febrúar og fyrir foreldra í byrjun mars.

Hægt er að skrá sig á póstlista hjá Herjólfi til að fylgjast betur með, með því að senda póst á herjolfur@herjolfur.is og setja Orkumótið í viðfangsefni.