Lokadagur Orkumótsins 2019 kominn á fullt skrið

29.06.2019

Peyjarnir láta engan bilbug á sér finna, hófu leik kl. 08:00 í morgun og er spiluð heil riðlakeppni fram yfir hádegið, leikir í dag eru 2 * 12 mín. og þarf allt að ganga smurt svo tímar haldist. Síðustu leikir eiga að hefjast kl. 13:00 og jafningjaleikir byrja síðan 14:30. Vegna þess hversu stutt er á milli þess að riðlar klárast og jafningjaleikir hefjast höfum við mjög skamman kærufrest í dag eða til 13:50 strax í kjölfar þess eiga jafningjaleikirnir að liggja fyrir. Þau lið sem verða neðst í sínum riðli nú laugardag þau spila kl. 14:30. Þau sem verða í 3 sæti síns riðils keppa kl. 15:00. Þau sem verða í 2 sæti síns riðils leika síðan kl. 15:30 og fyrsta sæti riðils þýðir leikur kl. 16:00. Það er þó sú undantekning á þessu að liðin í riðli 1 og 2 laugardag að allt hefst hálftíma seinna hjá þeim í jafingjaleikjunum. (4ðu sætin 15:00, 3ja sætið 15:30 osfrv.)