FH Orkumótsmeistari 2019

29.06.2019

Rétt í þessu voru FH-ingar að tryggja sér Orkumótsmeistaratitilinn árið 2019. Þeir léku gegn Breiðabliki og var um hörkuspennandi viðureign að ræða. Leikar enduðu 2-2 en þar sem að FH-ingar skoruðu fljótara mark í hálfleik (rokregla) að þá eru þeir meistarar þetta árið. Við óskum þeim innilega til hamingju með titilinn og Breiðabliki með frammistöðuna. Önnur úrslit úr úrslitaleikjum á mótinu má finna undir leikir og úrslit (jafningjaleikir).