Kvöldvakan heppnaðist vel í blíðunni

28.06.2019

Vegna veðurs var ákveðið að fara út með kvöldvökuna. Jarl Sigurgeirsson byrjaði á að stjórna brekkusöng af sinni alkunnu snilld og var vel tekið undir. Í kjölfar hans komu BMX-BRÓS og sýndu skemmtilega takta við góðar undirtektir. Nú fara væntanlega allir að hvíla sig fyrir lokadaginn og við minnum á að leikirnir byrja klukkan 08:00 á laugardeginum ekki klukkan 08:20