Stjarnan Orkumótsmeistari 2018

30.06.2018

Stjarnan bar rétt í þessu sigurorð af HK í hörku úrslitaleik á Orkumótinu í Eyjum. Þetta er í fyrsta skipti sem að þessi úrslitaleikur fer fram innanhúss, þar sem að vellirnir voru orðnir mjög þungir og illa farnir eftir miklar rigningar undanfarið. Stjarnan sigraði leikinn 4-1 eftir að HK hafði tekið forystuna. Staðan í leikhléi var 1-1. Við óskum Stjörnunni til hamingju með glæsilegan sigur en þeir fóru í gegnum mótið taplausir. Önnur úrslit og viðurkenningar birtast um 19:30 í kvöld undir uppgjör hér á síðunni. Við viljum einnig þakka öllum þeim frábæru gestum sem sóttu okkur heim til Eyja til að taka þátt í þessu móti og óskum þeim góðrar heimferðar.