Óvæntur gestur

29.06.2018

Orkumótinu barst óvæntur gestur í dag þegar Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, kom og dæmdi nokkra leiki á öðrum mótsdegi í dag. Heimir mætti stundvíslega klukkan 8:00 í morgun og bauðst til þess að dæma. Það er ekki hægt að neita svona góðu boði en það gladdi leikmenn og gesti mótsins verulega þegar hann var með flautuna úti á Þórsvellinum.

 

Heimir stýrir íslenska landsliðinu en liðið fór í fyrsta skiptið í sögunni á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fyrr í mánuðinum, leikmenn og starfslið landsliðsins flaug heim fyrir stuttu síðan.

 

Mótsgestir sluppu nánast alveg við rigninguna í dag og gekk mótið smurt fyrir sig líkt og í gær. Öll úrslit dagsins eru komin inn á síðuna og má sjá riðla morgundagsins hér: https://www.orkumotid.is/page/ridlar-laugardagur