Mótsgjald

03.05.2018

Eindagi fyrir mótsgjald 20.000.- kr. sem greiðist fyrir hvern þátttakenda er 15. maí, eftir það hækkar gjaldið í 21.000.- kr.

Þátttakendur eru:

  • Allir leikmenn
  • Allir þjálfarar og fararstjórar sem gista og eru í mat á vegum Orkumótsins

 

Gerð er krafa um að greitt sé fyrir 2 fullorðna á hvert lið.

Dæmi:

  • Félag sem kemur með 1 lið borgar lágmark fyrir 2 fullorðna
  • Félag sem kemur með 2 lið borgar lágmark fyrir 4 fullorðna

 

Mótsgjald greiðist inn á reikn. 582-26-3234 kt. 680197-2029 

Vinsamlegast sendið kvittun á sigfus@ibv.is

 

Einnig biðjum við ykkur um að senda fyrir 20. maí:

  • Nafnalista leikmanna með kennitölum
  • Nafnalista liðsstjóra fyrir hvert lið ásamt gsm númeri

 

Þegar allir hafa greitt mótsgjaldið getum við farið að raða niður í gistirými. Stærð gistirýma miðast við þann fjölda sem greitt hefur verið fyrir hjá hverju félagi.

Einnig viljum við minna þá sem eiga eftir að ganga frá Herjólfsferðum að drífa í því með því að senda póst á alm@eimskip.is

ATH! Kostnaður við Herjólfsferðir er ekki innifalið í mótsgjaldinu. Við tökum aðeins frá pláss í skipinu til að allir komist til og frá Eyjum.