Met skráning á Orkumótið 2018

12.01.2018

Aldrei hafa umsóknir á Orkumótið verið jafn margar og í ár. Við erum á fullu að fara yfir umsóknirnar og því miður getum við ekki uppfyllt allar óskir um liðafjölda þar sem við höfum ekki aðstöðu til að taka á móti öllum þeim sem vilja koma.

Við stefndum að því að hafa Orkumótið 96 liða mót en það er nokkuð ljóst að við þurfum að fara upp í 104 liða mót sem er algjört hámark fyrir okkur.

Við munum senda út liðafjölda til félaga í síðasta lagi þriðjudaginn 16. janúar.