Leikir Fálkanna

21.06.2017

Sagafilm er komið til Eyja og byrjuð að taka upp kvikmyndina. Fyrir mót er verið að taka upp senur með nærmyndum og samtölum, en svo verða leikir teknir upp mótsdagana. Á mótinu er fyrst og fremst verið að taka upp fótbolta og ná flottum fótboltaskotum.

Verkefnið hefur stækkað, því upphaflega áttu Fálkar að leika á móti Fylki á mótinu, en þáttur Fylkis í sögunni hefur vaxið, þannig að ákveðið var að leikarar spili í báðum liðum í þessum leik. En það verður fylgst með leikjum Fylkis á mótinu og verða nokkrir teknir upp til að velja úr.

Fálkarnir, lið sögunnar leikur þessa leiki á mótinu sjálfu :

Fimmtudagur – Þórsvöllur 1

11:40      Fálkar - Þór-1

Föstudagur – Týsvöllur 1

13:00      Fálkar - Leikarar (Fylkir)

15:40      Fálkar - Valur-1

16:20      Fálkar - ÍBV-1

Laugardagur – Helgafellsvöllur 4

12:30      Fálkar - FH-1

Upptökur verða í gangi á Hásteinsvelli á leikjum eftir hádegi á laugardeginum.

Allir þátttakendur taka þátt í kvikmyndinni og verður það æft á kvöldvökunni á föstudagskvöldinu.

Upptökur fara svo fram á laugardeginum:

Allir áhorfendur fá smá verkefni eftir úrslitaleikinn. (Sitja áfram í sætunum)

og svo mikið fjör á lokahófinu um kvöldið.