Dagskrá Orkumótsins 2017 - yfirlit
09.06.2017
Yfirlit að dagskrá Orkumótsins 2017
Vakin er athygli á því að Sagafilm verður að kvikmynda allt mótið. Það mun óneitanlega setja svip á mótshaldið.
Fálkarnir, liðið í sögunni Víti í Vestmannaeyjum, tekur þátt í mótinu og spilar 10 leiki.
Leikir Fálkanna munu ekki hafa áhrif á stöðu annarra liða á mótinu, Fálkarnir geta ekki verið í efstu 4 riðlunum á föstudeginum og ekki efstu 2 riðlunum á laugardegi.
Fálkarnir komast ekki ofar en 2. sæti í riðli á laugardeginum.
Vakin er sérstök athygli á því að Lokahófið á laugardeginum verður hápunktur kvikmyndarinnar, nokkuð veglegra en venjulega.
Við vitum að sumir foreldrar eiga pantað í Herjólf, áður en lokahófið fer fram. Það eru vinsamleg tilmæli til foreldra að taka strákana ekki með í þessa ferð, heldur lofa þeim að fara heim með sínu liði samkv. áætlun.
Það yrði ekki gaman fyrir strákinn á sjá næsta vor í bíó hverju hann missti af :)