Ísland - Austurríki

22.06.2016

Þátttakendur á Orkumótinu horfðu á landsleikinn á 3 stórum skjám í íþróttahöllinni. Stærsti skjárinn var 9 x 9 metrar. Mikið fjör var í höllinni og svo  ætlaði allt um koll að keyra í lokin, síðasta upphlaupið og mark. Sjá krækju á video frá þessum ógleymanlegu augnablikum. Við í Orkumótsnefndinni lýsum markinu svona : Theódór Elmar, besti maður Shellmótsins 1997, brunar upp kantinn og gefur fyrir markið þar sem Arnór Ingvi, í Shellmótsliðinu 2003, skorar annað mark Íslands í leiknum, fyrsti sigur á Evrópumóti og Ísland komið í 16 liða úrslit í fyrstu tilraun.