Við höfum fengið staðfestan fjölda þátttakenda allra félaga og þar með getum við byrjað að raða hópum niður í gistingu. Það tekur nokkra daga að láta þetta allt ganga upp og þegar niðurstaða liggur fyrir verður það birt á heimasíðunni.
Orkumótið í Vestmannaeyjum
25. - 27. júní 2026
Orkumótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1984. Á mótinu keppir 6. flokkur karla, eldra ár, í knattspyrnu og hafa margir af bestu knattspyrnumönnum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum.