Orkumótið 2016 - Þátttökulið

20.01.2016

Það hefur verið mjög erfitt að raða liðum á Orkumótið þetta árið.  Líklegasta skýringin er að fótbolti er að verða enn þá vinsælli íþrótt en áður !  Við getum ekki haft stærra mót en 104 lið, þannig að við reynum að deila þessum liðafjölda niður eins sanngjarnt og hægt er.  Við vitum að stóru félögin fá ekki eins mörg lið og þau óska eftir.  Þegar við höfum úthlutað 104 liðum, þá eru enn þá amk 10 lið á biðlista. Niðurstaða úthlutunar er hér fyrir neðan.  Það er okkar reynsla að hópar eiga eftir að þynnast aðeins þegar líður á vorið.  Ef hópar minnka of mikið, þá áskiljum við okkur rétt til þess að fækka liðum hjá viðkomandi félagi.  Við biðjum félög að fá skýrar óskir hjá sínum liðsmönnum og við stefnum á nafnakall upp úr 20. febrúar.  Það er betra að vera með aðeins fjölmennan hóp í liði, frekar en vera undirmannaður.

liðafjöldi á Orkumótið 2016 :

Afturelding 3
Álftanes 2
Bí/Bolungarvík 2
Breiðablik 6
Dalvík 2
FH 5
Fjarðabyggð 2
Fjölnir 4
Fram 3
Fylkir 3
Grindavík 3
Grótta 2
Haukar 3
Hamar/Ægir 2
HK 7
Hvöt, Blönduós 1
Höttur 2
ÍA 4
ÍBV 4
ÍR 2
KA 3
Keflavík 3
KR 4
Njarðvík 3
Reynir/Víðir 2
Selfoss 3
Sindri/Neisti 2
Skallagrímur 1
Snæfellsnes 2
Stjarnan 5
Valur 3
Víkingur 3
Þór 3
Þróttur Vogum 1
Þróttur Rvk 4