Nýtt nafn : Orkumótið í Eyjum

24.03.2015

Nýtt nafn : Orkumótið í Eyjum, sama umgjörð og styrktaraðilar

ÍBV og Skeljungur munu halda áfram farsælu samstarfi um mótahald  fyrir 6. flokk drengja.

[Nýtt nafn : Orkumótið í Eyjum, sama umgjörð og styrktaraðilar]

ÍBV og Skeljungur munu halda áfram farsælu samstarfi um mótahald  fyrir 6. flokk drengja.

Þetta ágæta mót hefur gengið undir nafninu Shellmótið í Eyjum frá árinu 1991, í 24 ár.

Nú hefur verið ákveðið að breyta nafninu í samræmi við áherslur Skeljungs og mun mótið heita Orkumótið í Eyjum frá og með deginum í dag. Þannig að þeir sem héldu að þeir væru á leiðinni á Shellmótið í Eyjum í sumar, eru á leiðinni á Orkumótið í Eyjum. Í framhaldi verður fljótlega opnuð ný heimasíða www.orkumotid.is  og feisbókarsíða  er komin í loftið.

ÍBV og Skeljugur